top of page
Valflokkar
Skólahópar
Skautaíþróttirnar íshokkí og listskautahlaup er í stöðugum vexti og samfara því hefur ásókn almennings í almenna tíma aukist enda er skautaiðkun góð hreyfing og hin besta skemmtun.

Á liðnum árum  hefur Egilshöllin verið að bjóða upp á hópatíma fyrir skólahópa á virkum dögum milli kl.11:00 - 13:00.
 
Þessum hópatilboðum til skólanna hefur almennt verið mjög vel tekið og fjöldi barna, ungmenna og kennara hafa heimsótt Egilshöllina á liðnum árum.

Verðið sem við bjóðum upp á er 500 kr. á mann.  Innifalið í verðinu er aðgangseyrir, skautar, hjálmur. 

Afslátturinn er háður því að greitt sé fyrir allan hópinn í einu.


Pizzutilboð, við viljum nota tækifærið og kynna nýtt pizzutilboð til skólahópa, 3 pizzusneiðar og gos á 1400 kr. á mann aukalega.

Með þessu viljum við leggja okkar af mörkum til þess að efla áhuga krakkanna á íþróttaiðkun.
Bókanir og allar frekari upplýsingar eru í síma 8214483 eða magnus@egilshollin.is.                               
bottom of page