top of page
Valflokkar
Önnur starfssemi
Í Egilshöllinni er mjög fjölbreytt starfsemi.  Fyrir utan  Sambíóin, Keiluhöllina, World Class og skautasvellið eru fleiri aðilar með starfsemi í húsinu.
Ungmennafélagið Fjölnir / Rekstrarfélag Egilshallar
Fjölnir er með fjölþætta starfsemi í Egilshöllinni.  Skrifstofa félagsins er í anddyri Egilshallar  á 1 hæð. 
Knattspyrnu-, frjálsíþrótta-, karate- og fimleikadeildirnar eru allar með reglulegar æfingar í húsinu. Flestar þessara deilda hafa séraðstöðu, utan frjálsíþróttadeildarinnar sem æfir á svæðinu í kring um fótboltavöllinn.  Frekari upplýsingar um starfsemi Fjölnis má finna á vef þeirra.
Fara á heimasíðu
 
World Class
World Class er í Egilshöllinni.  
Stöðin býður upp á þrjá hóptímasali auk stórs og glæsilegs tækjasals.  
Um er að ræða einn fjölnotasal, einn sal ætlaðan Hot Yoga og einn fyrir spinning.
Boðið er upp á barnagæslu þar sem ungviðið getur stytt sér stundir á meðan foreldrarnir fara í ræktina.
Meira um þjónustu World Class er að finna á heimasíðu þeirra.

Fara á heimasíðu
Sambíó
Sambíóin hafa opnað fullkomnasta kvikmyndahús landsins í Egilshöllinni.
Öll aðstaða og tækni er eins og best verður á kosið. 
Fjórir salir eru í húsinu sem eru frá rúmlega 100 sætum minnst og mest upp í rúmlega 400 sæti.
Öll sæti eru sérlega þægileg  og rými milli sæta er meira en gengur og gerist.
Nánari upplýsingar um Sambíóin má finna á heimasíðu Sambíóanna.

Fara á heimasíðu
Keiluhöllin
Keiluhöllin í Egilshöll er heill heimur af skemmtun fyrir alla aldurshópa.
Hér er að finna fjölskylduvæna stemningu þar sem allir geta skemmt sér á jafnréttisgrundvelli.
22 keilubrautir af fullkomnustu gerð, einn veglegasti Sportbar landsins ásamt nýjustu viðbótinni í veitingahúsaflóru Íslendinga, Shake&Pizza.
Fara á heimasíðu
Hæfi endurhæfingarstöð
Hæfi er staðsett í sérhönnuðu nýju húsnæði í Egilshöl.
Hjá Hæfi starfar reynslumikið fagfólk á sviði endurhæfingar og heilbrigðisþjónustu. 
Fara á heimasíðu

Skotfélag Reykjavíkur
Skotfélag Reykjavíkur er elsta íþróttafélag á landinu og er til húsa í Egilshöllinni.  Félagið er með tvo skotsali í kjallara hússins. Frekari upplýsingar um skotfélagið er að finna í vefsíðu þess.
Fara á heimasíðu
 
Höllin frístundaheimili
Höllin er dagvistun á vegum Reykjavíkurborgar fyrir fatlaða einstaklinga.  Frekari upplýsinga um Höllina er að fá hjá Reykjavíkurborg.
Fara á heimasíðu
Sælan sólbaðsstofa
Ein flottasta sólbaðstofa landsins.
fara á heimasíðu
Manhattan hárgreiðslustofa
Manhattan er hárgreiðslustofa í Egilshöll.
Fara á heimasíðu
bottom of page