Ný viðskiptatækifæri í Egilshöll

8. okt. 2014

  • egilshöölin

Egilshöllin auglýsir nú laus rými til leigu og bjóðast fyrirtækjum tækifæri á að hefja þar starfsemi og bætast í hóp ánægðra fyrirtækja.

Gestafjöldi hefur aukist gríðarlega, rúmlega tvöfaldast frá 2010 og nú heimsækja um milljón manns höllina á hverju ári. Hér er því um mjög áhugavert tækifæri að ræða fyrir starfsemi af ýmsum toga. Kynningarfundur verður haldin í Egilshöll þann 15. okt. kl. 12:00.

Í meðfylgjandi kynningarbæklingi sem hægt er að hlaða niður má finna frekari upplýsingar.