Um Egilshöllina

14. okt. 2013

Egilshöllin er stærsta íþrótta og afþreyingamiðstöð landsins

Egilshöllin er íþrótta- og afþreytingarmiðstöð sem staðsett er í Grafarvogi, stærsta sinnar tegundar á Íslandi. 

Húsið er um 24.000 fm² sem skiptist í 10.800 fm² knattspyrnusal, 400 fm² fimleikasal, 4000 fm² skautahöll, 800 fm² skotæfingasvæði og 8.000 fm² í ýmsa smærri sali skrifstofu, þjónustu, og margt fleira.

Knattspyrnuvöllur

Knattspyrnuvöllurinn er 120×90 m eða 10.800 fm². Lofthæð er 20m yfir miðlínu. Á vellinum er gervigras 105 x 68 fm² í húsinu er aðstaða fyrir um 2000 áhorfendur í sæti og um 1000 í stæði. Knattspyrnusalurinn er nýttur fyrir knattspyrnuæfinga yngri sem meistaraflokka Reykjavíkur félaganna og keppni fyrir yngri flokka og til landsleikja

Skautasvell

Skautasvellið er 60X30 m eða 1800 fm² og er það stærð fyrir alþjóðlegar keppnir. Á efstu hæð þverbyggingarinnar. Þar er Skautafélagið Björninn með sinn heimavöll og alla starfsemi sína bæði í íshokkí og listdans á skautum. Áhorfendaaðstaða er fyrir 250 manns í sæti. Almenningur fær einnig sín tækifæri til skautaiðkunar og sama má segja um nemendur grunn- og framhaldsskóla borgarinnar sem þegar hafa sótt skautasvellið mjög mikið. Einnig hefur skautasvellið verið æfingahöll fyrir íshokkílið beggja vegna Atlandshafsins á undirbúningstíma þeirra sem er utan háannatima á svellinu hér heima.

Æfinga- og keppnissvæði fyrir skotíþróttir

Á nestu hæðinni er innanhússaðstaða fyrir Skotfélag Reykjavíkur. Skotsvæðið er það fullkomnasta á landinu innandyra.

Smærri íþróttasalir

Nokkrir smærri íþróttasalir eru á neðstu hæðinni sem eru fyrir karate, taikvondo, dans, ballett, leikfimi og þolfimi

World Class

World Class býður úrval námskeiða og frábæran tækjasal í Egilshöll. Einnig er aðstaða fyrir CrossFit og Hot Yoga Síminn hjá þeim er 585-2225