Skólahópar

9. nóv. 2017

Nánari upplýsingar eru í síma 6649604

 


Ágæta skólafólk,

Skautaíþróttirnar íshokkí og listskautahlaup er í stöðugum vexti og samfara því hefur ásókn almennings í almenna tíma aukist enda er skautaiðkun góð hreyfing og hin besta skemmtun.

 Tökum á móti skólahópum  í vetur.

Á liðnum árum  höfum við í Egilshöllinni verið að bjóða upp á hópatíma fyrir skólahópa alla mánudaga og miðvikudaga á dagtímum milli kl.09:00 - 13:00. Þessum hópatilboðum okkar til skólanna hefur almennt verið mjög vel tekið og fjöldi barna, ungmenna og kennara hafa heimsótt okkur á liðnum árum.

Verðið sem við bjóðum upp á er 700 kr. á mann.  Innifalið í verðinu er aðgangseyrir, skautar, hjálmur, skautakennsla og íshokkí kennsla fyrir þá sem vilja.  

Afslátturinn er háður því að greitt sé fyrir allan hópinn í einu.

Skauta og íshokkí kennslan fylgir frítt með! Krakkarnir fá fyrsta flokks leiðsögn frá leikmanni Bjarnarins í íshokkí.  Hann mun kenna krökkunum og kennurum grunnatriðin á skautum og svo fyrir þau sem vilja verður boðið upp á smá kennslu í íshokkí.

 Pizzutilboð, við viljum nota tækifærið og kynna nýtt pizzutilboð til skólahópa, 3 pizzusneiðar og gos á 1.000 kr. á mann aukalega.

Með þessu viljum við leggja okkar af mörkum til þess að efla áhuga krakkanna á íþróttaiðkun.

Bókanir og allar frekari upplýsingar eru í síma 6649604 eða egill@egilshollin.is