Heilsubótarskokk í fótboltahúsinu

29. jan. 2014

  • Heilsubótarskokk í Egilshöllinni

Verið velkomin í Egilshöllina og fáið ykkur göngutúr eða skokkið létt á hlaupabrautunum.  hér er alltaf gott veður.  

Göngutúrar eru góðir úti við í góðu veðri en í Egilshöll er alltaf hægt að fara í göngutúr óháð veðri og vindum.

Þetta er einnig tilvalið fyrir foreldra sem eru að bíða eftir æfingum barna sinna.  

Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis

Lengd hringsins:

  • Neðri brautin -  ca. 420 m
  • Efri brautin - ca. 460 m

Opið frá 8.00 til 14.30 alla virka daga.