Fimleikahús

Húsið sem er  um 2.300 fermetrar hefur verið í byggingu frá 2014 og er nú orðið
fullbúið og tilbúið til notkunar. Öll aðstaða er eins og best verður á kosið sem án efa mun styrkja fimleikadeild Fjölnis sem verður með starfsemi í húsinu.

Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, ásamt Helga S. Gunnarssyni forstjóra fasteignafélagsins Regins hf. vígðu húsið við hátíðlega athöfn þann 31 október 2015.

Reginn fasteignafélag er eigandi byggingarinnar og Reykjavíkurborg leigutaki.