Önnur starfsemi

  • skotfimi Egilshö

Í Egilshöllinni er mjög fjölbreytt starfsemi.  Fyrir utan  Sambíóin, Keiluhöllina, World Class og skautasvellsið eru fleiri aðilar með starfsemi í húsinu.

Ungmennafélagið Fjölnir

Fjölnir er með fjölþætta starfsemi í Egilshöllinni.  Skrifstofa félagsins er í norðvesturhorni hússins á jarðhæð.  

Knattspyrnu-, frjálsíþrótta-, karate- og fimleikadeildirnar eru allar með reglulegar æfingar í húsinu. Flestar þessara deilda hafa séraðstöðu, utan frjálsíþróttadeildarinnar sem æfir á svæðinu í kring um fótboltavöllinn.

Frekari upplýsingar um starfsemi Fjölnis má finna á vef þeirra.

Skotfélag Reykjavíkur

Skotfélag Reykjavíkur er elsta íþróttafélag á landinu og er til húsa í Egilshöllinni.  Félagið er með tvo skotsali í kjallara hússins.

Frekari upplýsingar um skotfélagið er að finna í vefsíðu þess.

Höllin

Höllin er dagvistun á vegum Reykjavíkurborgar fyrir fatlaða einstaklinga.  Frekari upplýsinga um Höllina er að fá hjá Reykjavíkurborg.

Sælan sólbaðsstofa

Ein flottasta sólbaðstofa landsins hefur opnað í Egilshöll


Manhattan hárgreiðslustofa
Manhattan er hárgreiðslustofa sem opnaði í Egilshöll  2016